Þegar dæmið er reiknað til enda
Fyrir langalöngu var ég örlítið skotinn í frekar laglegum en ögn vitlausum pilti. Ég man ekki alveg hvað ég var gamall, en ég var samt tiltölulega nýkominn með bílpróf og til að koma mér í mjúkinn hjá guttanum bauðst ég til að skutla honum og vinkonu hans á milli bæjarhluta.
Það er liðinn nærri aldarfjórðungur síðan, en ég man samt að bíltúrinn gekk ágætlega og virtist ætla að þjóna sínum tilgangi. Nema hvað: þar sem við ókum eftir Reykjanesbrautinni, fram hjá Mjódd og í átt að Smáratorgi, gerði snotri pilturinn sér lítið fyrir, opnaði gluggann farþegamegin og henti rusli út í vegarkantinn, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Sennilega var það gosdós eða umbúðir utan af skyndibita.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.