Hugsað til blaða
Morgunblaðið fagnaði 110 ára afmæli sínu á fimmtudag með gleðibrag og gerði sér dagamun eins og tilefni var til. Blaðið kynnti þá, að afmælisárið allt yrði nýtt til þess að halda sögubrotum og minningunni lifandi, en eins og gefur að skilja er úr miklu efni að moða á svo löngum ferli dagblaðs, sem hefur á seinni árum komið út alla vikudaga ársins, nema þegar helgidagar standa til annars. Fyrsta atriði á þessari dagskrá afmælisársins, var samkoma starfsmanna í morgunsárið með viðeigandi veitingum, söngskrá og fróðlegri umræðu þeirra Haraldar Johannessen ritstjóra og framkvæmdastjóra og Magnúsar Kristjánssonar framkvæmdastjóra sölu- og markaðsmála, sem Stefán Einar Stefánsson blaðamaður stýrði, þar sem spáð var um þróun afmælisbarnsins, blaðsins, og fjölmargra þátta sem því tengjast nú orðið. Hefðu sumir þeirra verið fjarlægir og framandi stjórnendum blaðsins á fyrstu áratugum þess, og heyra reyndar sumir þættir þeirrar umræðu til nýjabrums augnabliksins og næstu áratuga.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.