Asgeir Lie - Podcast

Asgeir Lie - Podcast

Mikið var gaman og nærandi að tala um pabbahlutverkið sem pabbi við annan pabba.   Björn Grétar var kominn á þann stað i lífinu að vilja ekki vera pabbi, og tímapunkturinn þegar honum var boðið að fara breytti lífi hans til þess sem það er í dag.  Hann stofnaði Pabbalífið og breytti hugsjón sinni alveg til föðurhlutverksins.   Hann segir okkur allt fra þvi hvernig hugmyndin varð til og hvort hann hefði grunað hversu stórt verkefni þetta yrði.   Þegar Björn Grétar var þriggja ára gamall lifði hann og fjölskyldan hans af snjóflóðið í Súðavík.  Hús þeirra fór undir og er þetta alveg hreint mögnuð frásögn. Hann opinberar sig tónlistarlega í viðtalinu, mögulega syngur hann,  og er alveg til í að segja hlutina eins og þeir eru.  Hann segist ekki vera fullkominn pabbi en hann hefur breytt sér til betri vegar þannig að aðrir feður líta til hans og hlusta þegar hann talar.  Ég er einn af þeim pöbbum.  Björn Grétar er magnaður í alla staði. Takk fyrir að hlusta á 10 bestu :) 

10 bestu / Björn Grétar Baldursson - Pabbalífið S10 E5Hlustað

06. feb 2024