Asgeir Lie - Podcast

Asgeir Lie - Podcast

Birna er mikil íþróttakona. Hún ólst upp á brekkunni og er ein þriggja systkina en þau voru fjögur. Hún segist hafa verið mikill gaur og upplýsir hver fyrsta ástin í lífi hennar var. Hann á að vita það en eftir þetta spjall þá veit hann það þar sem hún nafngreinir hann :)   Birna missti bróður sinn þegar hún var rétt um tvítugt og hann tuttugu og eins árs. Hún deilir með okkur sorgarferlinu eftir að hann tók sitt eigið líf.   Hvernig er að missa einhvern svo nákominn sér og læra að lifa með því? Þann 6. ágúst 2023 er dagurinn sem breytir lífi Birnu þegar hún lendir í alvarlegu rafskútuslysi þar sem ekkert var vitað með framhaldið í dágóðan tíma.  Henni fannst eins og hún hefði eyðilagt líf sitt að taka skutluna undir áhrifum áfengis.  Hún fer með okkur skref fyrir skref í gegnum ferilinn sinn sem íþróttakona, þegar hún varð heimsmeistari í íshokký , þrefaldur íslandsmeistari í blaki eftir að hafa lagt skóna á hilluna og slysið sem mótaði líf hennar upp á nýtt.  Gaf henni annað tækifæri.  Hún segist breytt eftir það en heldur eins og hún getur í Birnu sem er spontant, hress og segir oftar já en nei. Hér er frábært spjall við þessa ungu konu sem langar að að gera allt í lífinu og er bara rétt að byrja. Takk fyrir að hlusta á 10 bestu!  

10 bestu / Birna Bald S10 E9Hlustað

04. mar 2024