Asgeir Lie - Podcast

Asgeir Lie - Podcast

Í fyrsta þætti mínum í nýrri seríu þá kíkir til mín skólastýran, rithöfundurinn og þúsundþjalasmiðurinn Hrund Hlöðversdóttir. Hún leikur, útsetur, skrifar, syngur og dansar og hún kann að spila á harmonikku!  Hún hefur skrifað þrjár bækur og þrátt fyrir að fá neitanir frá bókaútgáfum eftir fyrstu bókina sína, gaf hún hana samt út og  demdi sér í að skrifa aðra bók sína í þríleik og er sú þriðja að koma út á næstu vikum með útgefanda.   Vel gert Hrund!  Hún er að taka kúvendingu á ákveðnum kaflaskilum í lífi hennar sem hún segir vera sitt tækifæri.  Hún sagði upp vinnu sinni sem skólastjóri og sér ekki eftir því.  Hún flyst erlendis á næstu mánuðum og ætlar að skrifa og láta kosmósinn og vindana sjá um hvert hún fer í kjölfarið.  Hrund flutti inn í nýja íbúð og ákvað að hafa ekki sjónvarp á heimilinu sínu.,  Hún segir það vera frelsandi og tímagefandi. Það verður hægt að fylgjast með henni á samfélagsmiðlum í því sem sem hún ætlar að taka sér fyrir hendur.  Nánar inn á www.hrund.net.  Hún heldur tónleika 4 mai nk í Laugaborg Eyjafjarðarsveit og er spennt. Þar tvinnur hún saman bækurnar sínar og tónlist. Til að ljúka sögulokum þar og hefja nýja sögu í kjölfarið erlendis.  Takk fyrir gott spjall Hrund og takk fyrir að hlusta! 

10 bestu / Hrund Hlöðversdóttir S11 E1Hlustað

11. mar 2024