Gestur þáttarins heitir Birta Ísólfsdóttir en hún segir okkur magnaðar sögur frá báðum fæðingunum sínum. Þegar hún varð ólétt var hún óviss um hvernig líkaminn bregst við öllu tengdu meðgöngunni og fæðingunni og hvað það er sem gerist nákvæmlega í fæðingu. Eftir að hafa kynnt sér allt mjög vel tók hún ákvörðun um að fæða í Björkinni sem gekk ótrúlega vel að hennar sögn. Seinni fæðingin hennar var svo heimafæðing og gekk líka mjög vel. Við ræddum einmitt bæði ferlið í Björkinni og svo hvernig heimafæðingin átti sér stað. Hún segir að báðar fæðingarnar hafi gengið mjög vel, hún var mjög meðvituð um að sleppa takinu á kvíða og stressi og leyfa líkamanum að taka við og sjá um fæðinguna en hún fékk engar deyfingar í fæðingunum. Svo ræddum við auðvitað margt annað mjög skemmtilegt :)
Þátturinn er í boði DIMM verslun - dimm.is