Þetta eru sextán ár sem ég er búinn að vera í fangelsiskerfinu og í raun og veru er ég búinn að fá 24 ára fangelsisdóm fyrir ofbeldislausa glæpi frá aldamótum,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, frjáls maður, eftir að hafa eytt drjúgum hluta síðustu tuttugu ára í fangelsi.Guðmundur Ingi var stórtækur í fíkniefnasmygli til og frá landinu en er í seinni tíð þekktastur sem formaður Afstöðu, félags fanga, sem hann hefur sinnt um árabil af eftirtektarverðri einurð og festu.