Vala Rún Magnúsdóttir er viðmælandi minn í nýjasta þætti Aðeins meira en bara GYM. Vala er 22 ára gömul, er að læra rekstrarverkfræði í Háskólanum í Reykjavík, situr í stjórn ungra athafnakvenna, er samskiptastjóri Stelpur styðja stelpur, starfar hjá Veitum sem svæðisstjóri, einn þáttastjórnenda hlaðvarpsins Þegar ég verð stór en ásamt þetta öllu er Vala fyrrum skautadrottning. Vala byrjaði fimm ára að læra á skauta og það má segja að hún hafi orðið heltekin af íþróttinni þar sem hún hefur ekki enn kvatt ísinn og starfar nú sem skautaþjálfari. Í þættinum ræðum við vald þjálfara, hvenær það er of langt gengið, umræðuna síðustu misseri og hvernig áherlsurnar hafa breyst.
Þátturinn er á vegum Útvarp 101.
#3: Vala Rún - Skautar, aðferðir þjálfara, agi eða ofbeldi?