Gestur þessa þáttar er Guðmundur Hafsteinsson. Á sínum magnaða ferli hefur Gummi starfað hjá tveimur verðmætustu fyrirtækjum heims, Google og Apple. Þar stýrði hann m.a. vöruþróun á Siri og Google Maps. Gummi stofnaði síðan sjálfur fyrirtæki sem síðar var keypt af Google og er í dag orðið Google Assistant. Yfir 1 milljarður tækja sem byggja á Google Assistant tækninni hafa verið seld í heiminum í dag. Gummi hefur bókstaflega unnið við að búa til framtíðina okkar síðan árið 2005. Í viðtalinu ræðum við m.a. hvað Gummi hefur lært af því að stofna fyrirtæki, hvað honum finnst vera mikilvægustu þættir í vöruþróun fyrirtækja og hvernig sé að starfa í Bandaríkjunum í grjóthörðu samkeppnisumhverfi. Við ræðum einnig um tækifæri fyrir Ísland sem hann hefur komið auga á eftir að hafa nýlega flutt heim með fjölskyldu sinni. Gummi segir margar skemmtilegar sögur m.a. frá samskiptum sínum við stofnendur Google, þá Larry Page og Sergey Brin, og frá skrautlegum fundum með Steve Jobs. Auk þess deilir Gummi með okkur þeim ráðum sem Jeff Bezos, stofnandi Amazon, gaf honum um hvað fólk ætti að hugsa um í sturtu. Njótið vel!