Þessi þáttur er ekki með hefðbundnu sniði. Þátturinn ber heitið Alfa Messan og í honum er farið yfir það markverðasta sem kom fram í fyrstu þremur þáttum Alfa hlaðvarps. Til þess að gera það hafa þau Gunnar Páll Tryggvason og Rakel Guðmundsdóttir hjá Alfa Framtak fengið til sín tvo góða gesti, Öldu Sigurðardóttur og Andrés Jónsson. Þau fylgjast vel með í íslensku viðskiptalífi og eru bæði með eigin rekstur. Alda er stjórnendaþjálfari og rekur fyrirtækið Vendum. Andrés Jónsson er almannatengill og hausaveiðari og rekur fyrirtækið Góð samskipti. Rakel Guðmundsdóttir var áður rekstarstjóri hjá veitingahúsakeðjunni Gló áður en hún gekk til liðs við Alfa. Hvetjum hlustendur til þess að líka við Alfa Framtak síðuna á Facebook eða LinkedIn. Þar koma tilkynningar um alla nýja þætti þegar þeir koma inn og einnig ýmislegt viðbótarefni sem getur gagnast hlustendum. Sem dæmi þá er þar að finna stutt hnitmiðuð ráð frá reyndu fólki íslensku viðskiptalífi.
Alfa Messan með Andrési Jónssyni og Öldu Sigurðardóttur