Alfa hlaðvarp

Alfa hlaðvarp

Hvernig umbreytir þú rótgrónu framleiðslufyrirtæki í árangursdrifið sölu og markaðsfyrirtæki? Viðmælandi okkar í þessum þætti er arkitektinn á bak við undraverðan árangur Ölgerðarinnar. Tekjur Ölgerðarinnar hafa vaxið úr þremur í átján milljarða undir hans stjórn og arðsemi aukist. Viðmælandinn er Andri Þór Guðmundsson og er forstjóri félagsins. Hvernig breyttist popp og kók í popp og pepsí? Hvað gerðist eiginlega? Andri trúir á lýðræðislegt einræði og lýsir því betur í viðtalinu. Hann kann þá list að setja stór markmið og virkja fólk með sér til þess að ná þeim. Andri er hafsjór fróðleiks og reynslu í að stýra breytingum, setja stefnu og spila sókn. Það er hægt að læra ótal margt af honum um rekstur fyrirtækja og leiðtogahæfni. Leið Andra upp á við var ekki alveg bein en hann var á sínum tíma rekinn sem aðstoðarforstjóri Lýsis hf. Andri fer yfir hvernig hann átti sér draum að eignast fyrirtæki og hvernig sá draumur rættist á endanum. Andri hefur átt lærdómsríkt lífshlaup. Já og þetta er hlaup því hann gerir ekki neitt á hálfum hraða! 

Andri Þór Guðmundsson - Úr 3 í 18 milljarða með myndrænni markmiðasetninguHlustað

11. okt 2019