Alltaf sama platan

Alltaf sama platan

Karlarnir fara heldjúpt í fjórðu plötu AC/DC. Powerage kom út í maí 1978 sem er ekki í frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að þetta er „stundum“ eftirlætis plata Tarfsins. Þar af leiðandi tiplar Birkir í kringum plötuna eins og köttur í kring um heitan graut. Aftur hefur hljómsveitin tekið stökk nær himnafestingunum og endalaust til að bíta á og brenna. Það færðist mikið fjör í leikinn í síðasta þætti og ætlaði allt um koll að keyra.  Hér er rýnt í fjórðu hljóðversútgáfu AC/DC, Powerage frá árinu 1978, en að mati þeirra félaga hafði hljómsveitin tekið stórt stökk fram á við á milli Dirty Deeds og Let There Be Rock. Stóra spurningin er hvort það sama verði uppi á teningnum hér.Tónlistarþúsundþjalasmiðurinn Leifur Björnsson stingur inn höfðinu og skilur þáttastjórnendur eftir í reyknum. Annar gestur, Benedikt Reynisson (Benni Karate, Benni Skáti, Benni Fantastic, McBennister) fylgir í kjölfarið og talar beint frá hjartanu og býður þannig hlustendum á ferðalag um tónlistaræsku sína.Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu.  Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi og skjávarpa til sölu og leigu. Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á http://www.luxor.is og rannsakið heimasvæðið þeirra á netinu. Fylgið Luxor á samfélagsmiðlum.Alltaf sama platan er framleiðsla Snæfugls.

04. Alltaf sama platan - Powerage (Leifur Björnsson & Benedikt Reynisson)Hlustað

25. apr 2021