Alltaf sama platan

Alltaf sama platan

Það færist heldur betur fjör í leikinn er strákarnir fjalla um þriðju alþjóðlegu plötu AC/DC, Let There Be Rock sem út kom í mars 1977. Að mati þeirra félaga hafði hljómsveitin, þegar hér er komið við sögu, tekið stórt stökk fram á við. Heimsborgarinn og allt mugeligt maðurinn Helgi Örn Pétursson er gestur þáttarins. Nýir dagskrárliðir eru kynntir til leiks og síðast en ekki síst kunngjörist að þættinum hafi borist stuðningur úr allra bestu átt.Alltaf besta platan er og verður framvegis studd af Luxor: tækjaleigu og sölu.  Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi og skjávarpa til sölu og leigu. Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á http://www.luxor.is og rannsakið heimasvæðið þeirra á netinu. Fylgið Luxor á samfélagsmiðlum. Alltaf sama platan er framleiðsla Snæfugls.

03. Alltaf sama platan - Let There Be Rock (Helgi Örn Pétursson)Hlustað

18. apr 2021