Huld Óskarsdóttir hefur ólæknandi áhuga á tölfræði og leiklist. Hún er sálfræðimenntuð og starfar á auglýsingastofu og eftir að hafa heyrt hana skiptast á sögum við Dag Gunnarsson er ljóst að hún er ofurkvendi sem getur allt. Leigubílstjórar í Kaupmannahöfn lækka róminn og fyllast lotningu ef minnst er á Huld. Dagur segir tröllasögu úr leikhúsinu og stóra sælgætissvindlinu.