Árið er

Árið er

Prins Póló hamstrar sjarma á plötu ársins, Hafdís Huld semur beint frá býli, Kiasmos dúóið heldur áfram landvinningum og Ólafur Arnalds vinnur Bafta-verðlaun. Hermigervill semur út um allan heim, Low Roar breytist í tríó, Ylja vinnur með Shahzad Ismaily og FM Belfast heldur uppi stuðinu. Nýdönsk dansar diskó í Berlín, Kaleo semur við Atlantic Records, Ívar Páll Jónsson setur upp söngleik í New York á meðan Helgi Björns fer á Landrover frá Mývatni á Kópasker. Útsýnið batnar hjá hljómsveitinni Valdimar, Dimma fremur Vélráð, Worm Is Green gefur eingöngu út á rafrænu formi og Ragga Gröndal hjálpar fólki að vinna á streytu. Kælan mikla vinnur Ljóðaslamm og dansar Mánadans, Ólöf Arnalds ferðast um heiminn og Felix Bergsson syngur borgarsöngva. Í þáttunum, Árið er.... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum, eru helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu. Meðal viðmælenda í fyrri hluta umfjöllunar um íslenska tónlistarárið 2014 eru Svavar Pétur Eysteinsson, Hafdís Huld Þrastardóttir, Árni Rúnar Hlöðversson, Árni Vilhjálmsson, Ólafur Arnalds, Sveinbjörn Thorarensen, Ryan Karazija, Bjartey Sveinsdóttir, Gígja Skjaldardóttir, Ívar Páll Jónsson, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Valdimar Guðmundsson, Ásgeir Aðalsteinsson, Helgi Björnsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson, Ragnheiður Gröndal, Jökull Júlíusson, Davíð Antonsson, Ingólfur Geirdal, Sigurður Geirdal, Laufey Soffía Þórsdóttir, Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir, Margrét Rósa Dóru-Harrysdóttir, Árni Teitur Ásgeirsson, Ólöf Arnalds og Felix Bergsson. Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson. Lagalisti: Prins Póló - Fallegi smiðurinn Prins Póló - Hamstra sjarma Prins Póló - Tipp topp Prins Póló - Bragðarefir Prins Póló - Vakúmpakkað líf Prins Póló - París norðursins Skakkamanage - Free From Love Hafdís Huld - Lucky Hafdís Huld - Pop Song Hafdís Huld - Queen Bee FM Belfast - Brighter Days FM Belfast - We Are Faster Than You FM Belfast - Everything FM Belfast - Holiday Kiasmos - Looped Kiasmos - Bent Ólafur Arnalds - So Far Ólafur Arnalds & Arnór Dan - So Far Hermigervill & Unnsteinn Manúel - 2D Hermigervill & John Grant - Between Wolf And Dog Low Roar - Easy Way Out Low Roar - I’ll Keep Coming Ylja - Light As A Stone Ylja - Sem betur fer Arnar Guðjónsson - In Good Faith Sigríður Thorlacius og Valdimar Guðmundsson - Love Weighs 200 Tons Soffía Björg - The Legacy of Elbowville Baggalútur - Inni í eyjum Orðbragð - S.T.A.F.R.Ó.F. Friðrik Dór, Magga Stína, Dr. Gunni og vinir hans - Einn, einn, tveir Helgi Júlíus & Haukur Heiðar - Is It Time Nýdönsk - Uppvakningar Nýdönsk - Diskó Berlín Nýdönsk - Nýr maður Valdimar - Út úr þögninni Valdimar - Læt það duga Valdimar & Sóley - This Time Valdimar - Ryðgaður dans Helgi Björns - Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker Ragga Gröndal - Ástarorð Ragga Gröndal - Svefnljóð Ragga Gröndal - Litla barn Kaleo - Pour Sugar On Me Kaleo - All The Pretty Girls Dimma - Vélráð Dimma - Ljósbrá Dimma - Ég brenn Dimma - Lokaorð Björk - Jóga Kælan mikla - Mánadans Kælan mikla - Ætli það sé óhollt að láta sig dreyma Worm is green - To Them We Are Only Shadows Worm is green - The Eventual End (Thank you) Ólöf Arnalds - Turtledove Ólöf Arnalds - Patience Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson - Freistingar Hljómsveitin Eva - Sjálfstæðar konur eru sjarmerandi My Bubba - Island Quarashi - Rock On Felix Bergsson - Horfði á eftir þér Felix Bergsson - Gemmér annan séns

Árið er 2014 - fyrri hlutiHlustað

07. sep 2024