Athafnafólk

Athafnafólk

Viðmælandi þáttarins er Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarkona og fyrrverandi forstjóri Icepharma. Icepharma er um 100 manna fyrirtæki sem selur, markaðssetur heilsueflandi vörur og þjónustu t.d. eins og lyf, lækninga- og hjúkravörur ásamt því að reka umboðið fyrir Nike á Íslandi. Margrét er fædd árið 1954 og er alin upp í miðbænum og Smáíbúðahverfinu. Hún gekk í Verslunarskólann og lauk Cand. Ocean gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og síðar Master í mannauðs- og markaðsfræði frá Copenhagen Business School. Margrét hefur komið víða við og unnið einnig sem framkvæmdastjóri hjá Skeljungi, stjórnandi hjá Q8 (Kuwait Petroleum International) og starfsþróunarstjóri hjá Statoil í Danmörku. Margrét situr í stjórn Eimskipa, Festis og Heklu og hefur áður setið í stjórnum Krónunnar, N1, Isavia og Reiknistofu bankanna.  Þessi þáttur er kostaður af Arion banka, Krónunni og Icelandair.

52. Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarkona og fv. forstjóri IcepharmaHlustað

30. okt 2023