Athafnafólk

Athafnafólk

Viðmælandi þáttarins er Sveinn Sölvason, forstjóri Össurar. Össur er alþjóðlegt heilbrigðistæknifyriræki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks. Sveinn er fæddur árið 1978 og alinn upp í Langholtshverfinu. Hann gekk í Menntaskólann við Sund og kláraði BS próf í alþjóðaviðskiptum og mastergráðu í fjármálum fyrirtækja frá Copenhagen Business School (CBS). Sveinn hefur starfað í fyrirtækjaráðgjöf hjá Kaupþingi, Goldman Sachs, HSH Nordbank og í viðskiptaþróun hjá Marel. Sveinn hóf störf hjá Össuri árið 2009 en tók við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs fyrirtækisins árið 2013 og varð síðan forstjóri fyrirtækisins árið 2022. Össur er skráð á hlutabréfamarkað í Danmörku og starfa um 4000 manns hjá fyrirtækinu í yfir 30 löndum. Þessi þáttur er í boði Krónunnar, Icelandair og Arion.

41. Sveinn Sölvason, forstjóri ÖssurarHlustað

03. maí 2023