Athafnafólk

Athafnafólk

Viðmælandi þáttarins er Orri Hauksson, forstjóri Símans. Orri er fæddur árið 1971 og er alinn upp í Vesturbænum. Hann gekk í Melaskóla, Hagaskóla og Menntaskólann í Reykjavík og kláraði CS próf í vélaverkfræði frá Háskóla íslands og MBA frá Harvard Business School. Orri hefur m.a. starfað hjá Eimskipafélaginu og Maskínu, sem aðstoðarmaður forsætisráðherra, framkvæmdastjóri þróunarsvið Símans, fjárfestingastjóri Novators fjárfestingafélags og framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Orri varð forstjóri Símans árið 2013 en hjá fjarskipta- og fjölmiðlasamsteypunni starfa nú um 270 manns og veltir fyrirtækið um 25 ma. kr. Samsteypan hefur nýlega selt tvö dótturfyrirtækin sín, upplýsingatæknifyrirtækið Sensa til norska upplýsingatæknifyrirtækisins Crayon og innviðafyrirtækið Mílu til franska eignastýringafyrirtækisins Ardian árið 2022. Orri hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, skráðra og óskráðra, á Íslandi og á öðrum Norðurlöndum, sem og í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þátturinn er í boði Icelandair.

38. Orri Hauksson, forstjóri SímansHlustað

21. apr 2023