Viðmælandi þáttarins er Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku sem er þriðji stærsti raforkuframleiðandi á Íslandi og byggir á grunni Hitaveitu Suðurnesja sem var stofnuð í árslok 1974. HS Orka á og rekur fjórar virkjanir, tvær jarðvarmavirkjanir og tvær vatnsaflsvirkjanir. Það starfa um 90 manns hjá fyrirtækinu og veltir fyrirtækið um 16 ma. kr.
Tómas er fæddur árið 1968 og alinn upp á Seltjarnarnesi. Hann gekk í MR og kláraði BS próf í umhverfis- og byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands og síðar meistaragráðu í skipulagsverkfræði frá Cornell University í Bandaríkjunum.
Tómas starfaði um átta ára skeið sem framkvæmdastjóri hjá Norðuráli. En í ársbyrjun 2004 flutti hann sig til Alcoa þar sem hann starfað um sextán ára skeið, fyrst sem forstjóri Alcoa á Íslandi, svo sem forstjóri í Evrópu og Miðausturlöndum og loks aðstoðarforstjóri Alcoa á heimsvísu. Hann tók við starfi forstjóra HS Orku í ársbyrjun 2020. Tómas Már hefur einnig setið í stjórn ýmissa fyrirtækja og samtaka, m.a. sem formaður Viðskiptaráðs Íslands 2009-2012, stjórnarmaður í Samtökum iðnaðarins 2005-2011, stjórn Íslandsbanka, Cargow Thorship, DTE og Genís. Einnig var hann stjórnarmaður í samtökum evrópskra álframleiðenda og í stjórn Business Europe.
Þátturinn er kostaður af Sólar, Arion og KPMG.