Athafnafólk

Athafnafólk

Viðmælandi þáttarins er Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Icelandair. Tómas er alinn upp í Reykjavík með stuttri viðkomu í Kiel í Þýskalandi. Hann gekk í MH og fór þaðan í iðnaðarverkfræði í Háskóla Íslands. Hann hefur einnig mastersgráðu í stjórnun aðfangakeðja með áherslu á flugfélög frá MIT í Boston ásamt MBA gráðu frá sama skóla. Tómas hefur tekið að sér ýmis störf hjá Icelandair í gegnum tíðina, allt frá forritun og verkefnastjórnun, forstöðumennsku tekjustýringar yfir í framkvæmdastjórn ýmissa sviða síðustu fimm árin á tímum mikils umróts í flugiðnaðinum. Tómas hefur einnig unnið hjá ráðgjafafyrirtækinu Bain & Company, sem forstöðumaður stafrænnar framtíðar hjá Arion banka, framkvæmdastjóri hjá WOW air og sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi og stjórnarmaður. Þátturinn er kostaður af Krónunni, Arion banka og Icelandair.

49. Tómas Ingason, framkvæmdastjóri hjá IcelandairHlustað

20. sep 2023