Athafnafólk

Athafnafólk

Viðmælandi þáttarins er Pétur Þór Halldórsson, forstjóri S4S. S4S rekur skóbúðirnar Steinar Waage, Kaupfélagið, Ecco, Skechers og S4S Premium Outlet, ásamt AIR verslununum og Ellingsen í Reykjavík og á Akureyri. S4S rekur einnig heildverslun og á dótturfélagið S4S Tæki sem er tækjadeild Ellingsen. Það vinna um 180 manns hjá S4S ehf. og veltir fyrirtækið um 5,5 ma kr. Pétur er fæddur árið 1964 og alinn upp í Breiðholtinu og í Vesturbænum. Hann gekk í FB og Kvennó og lauk síðan MBA prófi frá HR árið 2018. Pétur kynntist skóbransanum snemma aðeins 22 ára þegar hann byrjaði að vinna hjá Axel Ó. Hann stofnaði síðan heildsölu árið 1991, fékk Ecco umboðið árið 1997 og stofnaði Ecco búðina 2003. Síðan hefur S4S keypti Steinar Waage, Toppskóinn og Eurosko sem breytt var í Kaupfélgið í Kringlunni. Árið 2014 bættist í Nike Air búðin við og árið 2017 útivistaverslunin Ellingsen. Árið 2022 kom inn Horn framtakssjóður með það fyrir augum að skrá ætti S4S innan nokkurra ára á markað. Pétur kemur einnig að sprotafyrirtækinu Leikbreytir sem er hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar rafrænar veskislausnir. Þessi þáttur er í boði Sólar, Arion og KPMG.

77. Pétur Þór Halldórsson, stofnandi og forstjóri S4SHlustað

16. jan 2025