Athyglisbrestur á lokastigi

Athyglisbrestur á lokastigi

Hvað finnst okkur að íslenskum feministum í dag? Hvers vegna er Salka hætt að horfa á Love Island? Hvaða skandal gerði Lóa á Austfjörðum? Af hverju eru mæður okkar í betra formi en við? Afsakið biðina á nýjum þætti! Við þökkum þolinmæðina og viljum senda sérstaka kveðju til Péturs Marteins. Hér er droppið! Og droppið er risa stórt. Við fengum til okkar kæran gest sem hefur hlustað mikið á þáttinn. Það er alltaf gaman að fá gesti sem eru hlustendur og vilja ræða ákveðin mál við okkur. Gesturinn er stjarna í kvikmyndaheiminum, Katrín Björgvinsdóttir. Hún er nýútskrifuð úr virtu kvikmyndanámi í Den Danske Filmskole og er að skrifa handrit að sínum eigin sjónvarpsþætti fyrir TV2. Við ræddum við hana um þáttinn hennar, konur í uppistandi og konur sem vilja vera meira en bara konur. Lóa stingur upp á því að við förum aftur að segja problematic brandara, Salka tekur það ekki í mál og Katrín verður eins og brúðumeistari þáttarins.

Mjóar mömmur (með Katrínu Björgvins)Hlustað

21. sep 2021