Athyglisbrestur á lokastigi

Athyglisbrestur á lokastigi

JÆJA. Lóa Janssen er komin með bólusetningu og Salka fór (ekki viljandi) á fyrirlestur hjá Begga Ólafs um daginn svo það mætti segja að þær báðar séu betri manneskjur í dag en í gær. Þar sem það er eins og allir vita EKKERT í gangi í samfélaginu sem þarf að ræða fengu stelpurnar til sín í þáttinn góðan fastagest Athyglisbrestsins, HJALTA VIGFÚSSON, sem jafnframt er lögfræðingur stelpnanna.Kaotísk orka í þætti vikunnar og krakkarnir ræða hvort Athyglisbrestur á lokastigi sé kristilegt podcast, hvort það sé þess virði að vera í langtímasambandi og stærsta sakamál í sjávarútvegi sem upp hefur komið í Danmörku(Salka horfði á kvöldfréttir á RÚV í gær). 

Bólusett fyrir ástinni (með Hjalta Vigfússyni)Hlustað

10. maí 2021