Að þessu sinni er feðraveldið sjálft, Þórarinn Leifsson, gestur þáttarins, enda kominn tími til að Lóa og Salka heyri loksins skoðanir alvöru miðaldra íslensks karlmanns - „Nothing about us without us“ og allt það. Þórarinn, eða Tóti Nei eins og hann var kallaður á unglingsárunum er pabbi Sölku og rithöfundur, en í þættinum ræðum við nýútkomna bók hans Út að drepa túrista, léttar alhæfingar um þjóðir, hvað kosningabarátta er leiðinleg og af hverju karlmenn á miðjum aldri deita yngri konur eftir tuttugu ára hjónabönd.