Athyglisbrestur á lokastigi

Athyglisbrestur á lokastigi

Hann er spunaleikari, sketsahöfundur, leikskáld og hefur helgað líf sitt gríninu. Hann er Pálmi Freyr Hauksson. Við tölum um allt! í þessum 700aðsta þætti af Athyglisbresti á lokastigi. Við tölum um GRÍN, fyrsta uppistandið hans Pálma, versta GIGGIÐ hans. Spuna! Hlutina sem við horfðum á þegar við vorum lítil, alka (já, við erum enn að vinna okkur í gegnum kynslóðarbundið trauma sem tengist alkahólisma) Við hverfum aftur til seinni heimstyrjaldar (við erum sagnfræðingar) og hellaða þætti sem Pálmi er nýbúinn að horfa á. Þessi athyglisbrestur inniheldur allt þetta góða dót, trúnó, grín, dramatík og rönt.

Pálmi Freyr HaukssonHlustað

15. sep 2019