Athyglisbrestur á lokastigi

Athyglisbrestur á lokastigi

Þær eru komnar aftur! Lóa og Salka hafa neyðst til að liggja á skoðunum sínum svo mánuðum skiptir en nú eru þær loks mættar aftur í hljóðver, og þær hafa meira að segja en nokkru sinni. Salka tekur upp sinn fyrsta hlaðvarpsþátt án þess að bera barn undir belti, Lóa fylgist með fíkniefnasölu á Telegram og stelpurnar ræða muninn á að kynnast femínisma núna og þegar þær voru unglingar(það er rosa langt síðan). Rant vikunnar er svo auðvitað á sínum stað! Stelpurnar íhuguðu að stofna OnlyFans en ákváðu að byrja á Patreon og sjá hvert það leiðir. Patreon linkur kemur upp í næstu viku!

Athyglisbrestur snýr afturHlustað

27. nóv 2020