Loksins loksins loksins bjóðum við hinum umtalaða Baldvini Z í hlaðvarpið!
Leikstjóri, trommari, hraðskákmeistari á Akureyri í unglingaflokki og skítsæmilegur golfari en fyrst og fremst gamall og góður vinur. Við förum um víðan völl og ruglum saman ártölum, kvikmyndum og Line Producerum í þessari epísku yfirferð um gamla tíma, framtíðina og jaðarinn þar á milli.