Mögulega er kominn tími til að horfast í augu við að þetta sé mánaðarlegt podcast en ekki vikulegt. Fyrsta skrefið í átt að betrun er að viðurkenna vanmátt sinn (eða svo höfum við allavega heyrt). Atli er á leiðinni á kvikmyndahátíðina í Cannes og Elías segir okkur loksins frá seríunni sinni sem hafa prýtt innantóm loforð hans síðastliðna mánuði (er annað skrefið ekki annars að bæta upp fyrir gjörðir sínar?). Verkefni Elíasar hlýtur Eddutilnefningu og gullkorn dagsins snúa að stórvægilegu smygli húsmæðra í Fossvoginum.