X-Nýsköpun, Smári McCarthySmári McCarthy er gestur okkar í þessum þætti. Hann fer yfir hugmyndir sínar um vísindalega nýsköpun, þekkingu, hlutverk ríkisins í Nýsköpun og margt margt fleira. T.d. hvernig við Íslendingar gætum eignast okkar eigin geimfara.Tíundi þáttur Auðvarpsins er jafnframt fjórði þátturinn í sérstakrar seríu tileinkaða stjórnmálum. Í seríunni tökum við á móti fulltrúum stjórnmálaflokka á Íslandi og ræðum þeirra hugmyndir og stefnu er varðar vísindalega nýsköpun. Hvernig nýtum við okkur þekkingu og hugmyndir fólksins í landinu til að byggja upp betra samfélag, þurfum við að hjálpa fólki til að nýta sér þekkingu sína? Er kerfið að hjálpa eða þvælast fyrir.Í þessum þætti fer fráfarandi þingmaður Pírata, Smári McCarthy vel yfir sínar áherslur á tækifærunum sem við okkur blasa. Segja má að þar sem Smári er að hætta í pólitík sé hann skemmtilega opinn og hispurslaus í sinni orðræðu. Hann fer inná samanburð á Íslandi og Suður Kóreu ásamt að velta fyrir sér af hverju við Íslendingar erum feimnir við að gerast aðilar að erlendum stofnunum. X-Nýsköpunwww.audna.is - www.edih.is