Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við

Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við

Nýsköpunarsjóður er brúin yfir og vinin í dauðadalnum!Í 22. þætti Auðvarpsins förum við yfir fjármögnunarumhverfi nýsköpunar á Íslandi, séð frá sjónarhóli Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Sem fagnar 25 ára afmæli sínu á næsta ári!Framkvæmdastjóri sjóðsins, Hrönn Greipsdóttir er gestur þáttarins.Við byrjum samt á allt öðru, við byrjum á hótel Sögu sem við söknum, um leið og við fögnum nýju hlutverki hússins sem hluti af háskólasamfélaginu í Vatnsmýrinni.Hlutverk sjóðsins í umhverfinu er að finna og bregðast við markaðsbrestum,  ekki að vera í samkeppni við aðrar fjármögnunarleiðir.  Það er markaðsbrestur í fjármögnun vísindalegrar nýsköpunar, sérstaklega á sviðum þar sem þekking fjárfesta er af skornum skammti. Í því samhengi ræðum við möguleika á stofnun „Proof of Concept“ sjóðs og hlutverk Nýsköpunarsjóðs í því samhengi.Sjóðurinn er sígrænn sem er áskorun í sveiflukenndu umhverfi en um leið nauðsynlegur valkostur.  Allir hafa aðgang að sjóðnum og geta sótt um og kynnt sínar hugmyndir.  Sjóðurinn hefur komið að um 200 fyrirtækjum á síðustu 25 árum, fær 100 til 150 erindi á ári og fjárfestir í 2 til 3. Endum svo á möguleikum til gistingar á svítunni á Hotel Holti.Skemmtileg stund með Hrönn sem hefur frá mörgu skemmtilegu að segja um sjóðinn í fortíð, nútíð og framtíð.www.audna.is - www.edih.is

Nýsköpun, vísindin og við - Hrönn Greipsdóttir - NýsköpunarsjóðurHlustað

24. okt 2022