Nú eru það stóru málin, tekið upp á sjötta degi innrásar Rússa inn í Úkraínu sem hittir á sjálfan Sprengidaginn. 19. þáttur Auðvarpsins er helgaður tölvuöryggismálum. Í þáttinn kemur einn helsti öryggissérfræðingur landsins, sem vill sjálfur kalla sig atvinnuhakkara; Theodór Gíslason Tæknistjóra og einn stofnenda Syndis.Við kynnumst Theodor aðeins og fræðumst um ástæður þess að hann varð og er hakkari. Þar hjálpaði alvarlegt slys við Hagaskólann árið 1994, þar sem hann lenti undir strætó!Við ræðum stöðu Íslands í tölvuöryggismálum og af hverju við flokkumst sem þriðja heimsland á öryggissviðinu. Hvers ber að varast og af hverju við höfum ekki lent í alvarlegri árás, þar sem við höfum í raun sloppið ótrúlega vel… hingað til.Hann sér fyrir sér að með stofnun EDIH skapist tækifæri til að breyta menningu okkar m.t.t. tölvuöryggis og að það sé tækifæri til að staðsetja miðstöð hakkara á Íslandi. Þar sem við getum stofnað og starfrækt miðstöð í tölvuöryggismálum sem væri aðlaðandi fyrir helstu hakkara heimsins.Hann lýsir skoðun sinni á menntakerfinu og hvað þarf að bæta þar.Svo förum við yfir stríðið í Úkraínu og hvers ber að vænta á sviði nethernaðar.www.audna.is - www.edih.is
Er tölvustríð þegar hafið á milli Rússa og heimsins? - Theodór Gíslason & Tölvuöryggi