Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við

Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við

15. þáttur er helgaður hugverkarétti,  hvernig sá réttur er lykillinn að samkeppnisforskoti og almennt betra lífi hér á landi.  Bæði fyrir fyrirtækin og fólkið okkar.Hugverkastofa stendur fyrir mjög svo áhugaverðri afmælisráðstefnu þann 4. Nóvember 2021,  þar sem haldið verður upp á 30 ára afmæli stofunnar með því að ræða hugverkarétt í tengslum við sjálfbærni – aldeilis þarft og áhugavert efni,  sem við förum aðeins inná í þættinum. Við fáum Sigríði Mogensen sviðsstjóra iðnaðar og samkeppnissviðs Samtaka iðnaðarins og Jón Gunnarsson samskiptastjóra Hugverkastofu til okkar að þessu sinni.Við Íslendingar, með okkar frábæru frumkvöðla eigum erindi inn á alþjóðasviðið. Við getum haft áhrif með rannsóknum og uppgötvunum á þeim sviðum sem Ísland er hvað sterkast í, eins og vistvænni orku, sjávarútvegi, loftslagstengdum verkefnum og fl..  Til að tryggja verðmætasköpun í því starfi er nauðsynlegt að huga að verndun hugverka.Óáþreifanleg verðmæti eru þau verðmæti sem í framtíðinni munu skapa hagsæld,  bæði hér á landi og í heiminum öllum.Fyrirtækjum sem eiga hugverkarétt vegnar betur, vaxa hraðar og borga hærri laun.  Leiðin út úr núverandi stöðu er varðar líf á jörðinni er í gegnum nýsköpun í iðnaði.  Þar getum við gert miklu betur með því að grænvæða ferla, aðföng og umgengni.  Þar getum við Íslendingar náð forskoti og hjálpað heiminum.Allt þetta og miklu meira í 15. Þætti Auðvarpsinswww.audna.is - www.edih.is

Nýsköpun, vísindin og við - Hugverkaréttur með Sigríði Mogensen og Jóni GunnarssyniHlustað

02. nóv 2021