Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við

Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við

Fersk úr atkvæðagreiðslu, þar sem stofnun nýs nýsköpunarráðuneytis;  Ráðuneyti háskóla, iðnaðar og nýsköpunar var samþykkt, kemur ráðherrann til okkar í Auðvarpið og ræðir sína sýn á málaflokkinn.Í 18 og jafnframt fyrsta þátt endurreisnarársins 2022 kemur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar til okkar í Auðvarpið og fræðir okkur um hvernig pólitísk nýsköpun fer fram.Hvernig hún vill spila sóknarleik við nýsköpun samfélagsins.  Að ráðuneytið eigi að markast af því að vera stofnað árið 2022, hvernig það sjáist á uppsetningu þess og skipulagi að það sé komið til að hrista upp í hlutunum, brjóta niður múra á milli fagsviða og brjóta niður múra á milli menntunar og nýsköpunar.  Verkefnadrifið ráðuneyti í ætt við skipulag Google og annara þekkingarfyrirtækja. Sveigjanlegt ráðuneyti sem getur tekist á við og nýtt tækifærin okkur öllum til hagsbóta.Hún er hrifin af stafvæðingu og sér hana sem mikið tækifæri í framhaldinu.  Þess vegna eigi fjarskipti og tækni samleið með nýsköpuninni undir ráðuneytinu.Við förum yfir litla fugla og stóra fugla, byr undir báða vængi og hvað hún var að gera í París í enda janúar og hvernig sú ferð gæti haft áhrif á nýsköpunarumhverfið á Íslandi.Hún boðar breytingar á fjármögnunar líkönum háskólanna, þar sem litið verður til nágrannalandanna og nauðsynlegra hvata til að auka gæði menntunar og tengingar hennar við þarfir samfélags framtíðarinnar.Í restina deilir hún með okkur sýn sinni á stöðu Íslands eftir 30 ár.Framtíðin er svo sannanlega björt!Stórfróðlegt og skemmtilegt.www.audna.is - www.edih.is

Nýsköpun, vísindin og við - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunarHlustað

27. jan 2022