Í þessum 14. þætti Auðvarpsins ræðum um mjög áhugavert og heitt mál í samtímanum; Gervigreind og vitvélar. Hvað er Gervigreind? Hvernig skilgreinum við greind og getur hún yfirleitt verið gervi? Dr. Kristinn R. Þórisson forstöðumaður Vitvélastofnunar Íslands er gestur þáttarins. Dr. Kristinn er margfróður um umræðuefnið og hjálpar okkur að skilja fyrirbærið greind og gervigreind. Hvar eru fræðin stödd? Sömuleiðis ræðum við um áhrifin á samfélagið okkar. Við ræðum um misskiptingu valds og auðs. Mun gervigreindin minnka misskiptinguna eða ýta undir annarskonar misskiptingu? Mun okkar norræna velferðarríki lifa af þessa byltingu sem fram undan er? Ef ekki hvað kemur þá í staðinn? Hverjar eru ógnanirnar og ekki síður hver eru tækifærin sem við okkur blasa, smágagnalandinu Íslandi. Hvað þurfum við að gera til að nýta okkur þróunina og bæta hag lands og þjóðar. Getum við bætt umhverfið, innviðina og skilgreint betur hlutverkin til að flýta þróuninni? Aldeilis, segir Kristinn.Er lausnin á umferðarvanda Reykjavíkurborgar fólgin í nýtingu gervigreindar? Ef svo hvað þurfum við að gera? Getum við nýtt vegina betur? Er það t.d. úrelt fyrirbæri að nota bara helminginn af veginum í hverja átt? Þegar mikil umferð er vestur í bæ af hverju notum við ekki allar akreinarnar til að komast þangað? Er hægt að stýra umferð í takt við álag með hjálp vitvéla? Svarið er í 14. þætti Auðvarpsins. www.audna.is - www.edih.is
Nýsköpun, vísindin og við - Gervigreind, Dr. Kristinn R. Þórisson