Bara bækur

Bara bækur

Það verða valin brot úr athyglisverðum viðtölum vetrarins. Við rifjum upp vettvangsferð á bókasafnið þar sem við kynnum okkur líftíma bóka og afskriftir. Erlend samtímaljóð verða líka á dagskrá: Íransk ameríska ljóðskáldið Kaveh Akbar var staddur hér á landi síðasta haust. Hann leit við í Efstaleitinu og við ræddum lífið og listina. Þýðingar verða líka í brennidepli undir lokin, annars vegar þýðing Helgu soffíu einarsdóttur á skáldsögunni Fóstur eftir Claire Keegan og ný dönsk þýðing á Halldóri Laxness eftir Nönnu Kalkar. Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Samantekt: Afskriftir, Kaveh Akbar, Fóstur og Frie FolkHlustað

06. júl 2024