Í jólabókaösinni er að mörgu að huga í bókabransanum á Íslandi en þá þurfa dagskrárgerðarmenn líka að huga að hátíðardagskrá Rásar 1 yfir jólin. Á meðan sú vinnsla stendur yfir er þáttur vikunnar helgaður efni sem kann að hafa farið fram hjá hlustendum í byrjun hausts en við höldum svo áfram að tína upp úr flóðinu fljótlega.
Við rifjum upp viðtöl við erlenda höfunda sem gerðu sér ferð hingað til lands, annars vegar Ia Genberg sem hingað sótti hinsegin bókmenntahátíðina Queer Situations og Salman Rushdie sem tók á móti alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness.
Og örlítið af bókafréttum utan úr heimi. Enski rithöfundurinn Samantha Harvey hlaut í vikunni hin virtu Booker-verðlaun fyrir skáldsöguna Orbital, sem fjallar um sólarhring í lífi geimfara um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Þetta er næststysta skáldsagan sem hlotið hefur Bookerinn og sú fyrsta sem gerist í geimnum.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Booker-verðlaun og heimsóknir erlendra höfunda (upprifjun)