Bara bækur

Bara bækur

Í þættinum verður grúskað í bókum í Góða hirðinum og fjallað um bókasóun og faldar perlur sem leynast stundum í hillum nytjamarkaða. Fríða Þorkelsdóttir bókmenntafræðingur og safnari segir frá forvitnilegum fundi þegar hún keypti ljóðabók í hirðinum á klink sem hefði undir venjulegum kringumstæðum átt að kosta tugi þúsunda. Við minnumst kanadíska nóbelshöfundarins og drottningar smásögunnar Alice Munro sem lést fyrir skemmstu. Þá rifjum við upp erlent viðtal við Munro sem Jórunn Sigurðardóttir þýddi í þættinum Orð um bækur árið 2014. Og ný rödd Forlagsins, Ragnhildur Þrastardóttir, segir okkur frá nýútkominni nóvellu sem kallast Eyja. Viðmælendur: Fríða Þorkelsdóttir og Ragnhildur Þrastardóttir. Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Bókasóun og faldar perlur nytjamarkaða, Alice Munro og EyjaHlustað

25. maí 2024