Leikkonan, nándarþjálfarinn og hlaðvarpsnýstyrnið Kristín Lea Sigríðardóttir mætti til mín í virkilega skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi Casting directornum Vigfúsi Þormari Gunnarssyni.Kristín Lea gaf nýverið út fyrstu seríuna af hlaðvarpinu Morðsál sem hefur notið gríðarlegra vinsælda en fjallar hún þar um íslensk morðmál. Kristín er nýhætt sem flugfreyja fyrir Play en ásamt hlaðvarpinu vinnur hún mikið í kringum kvikmyndaframleiðslu ýmist sem leikkona, leikþjálfari eða nándarþjálfari.Vigfús er eigandi fyrirtækisins Dorway Casting, en stofnaði hann það fyrirtæki ásamt Kristínu 2018. Vigfús sér þar um að raða leikurum í hlutverk fyrir hin ýmsu tilefni, hvort sem það er í kvimyndir eða auglýsingar. Áður hafði hann lært leiklist og byrjaði strax eftir útskrift í kvikmyndaskólanum að vinna í kringum kvikmyndaiðnaðinn og fann sinn sess í casting og hefur ekki litið til baka síðan.Kristín og Vigfús kynntust í kvikmyndaskólanum þar sem þau voru bæði að læra leiklist en tók það Kristínu dágóðan tíma að gera Vigfúsi það ljóst að hún væri eitthvað skotin í honum. Eftir þó nokkuð mörg skilaboð áttaði hann sig loksins á því hvernig var í pottinn búið og hafa þau verið saman allar götur síðan og eru í dag gift með tvo stráka og hvolp.Í þættinum ræddum við meðal annars um hlaðvarpið og hvernig hugmyndin af því kviknaði, kvikmyndabransann, hvernig það er að vinna náið með makanum sínum, rómantíkina, húmorinn og margt fleira, ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð, þar á meðal þegar Vigfús var ekki alveg með hlutina á hreinu þegar það kom að ruslaferð eftir sumarbústaðadvöl.Þátturinn er í boði:Góu - http://www.goa.is/RÓ-CBD - https://www.rocbd.is/Dominos - https://www.dominos.is/Smitten - https://smittendating.com/