Vellíðunar, heilsu og kuldaþálfarinn Vilhjálmur Andri Einarsson eða Andri Iceland eins og hann er gjarnan kallaður mætti til mín ásamt sínum betri helmingi Tanit Karolys í virkilega áhugavert og skemmtilegt spjall.Andri umbreytti lífi sínu þegar hann kynntist aðferðarfræðinni Wim hof eftir langa baráttu við streitu og vanlíðan en hann lenti ungur í slysi sem hafði mikil áhrif á líf hans. Í dag rekur Andri fyrirtækið Andri Iceland, ásamt Tanit, þar sem hann miðlar til annara þekkingu sinni á heilsu og vellíðan og kennir það í gegnum kælimeðferð, öndunartækni og kraft hugans.Tanit ólst upp á spáni en kom ung til landsins í nám og varð strax eftirsóttur starfskraftur á vinnumarkaði og drekkti sér í vinnu, eftir að upplifa kulnun í starfi fór hún að rækta sjálfa sig og andlegu hliðina og kynntist þá einmitt Wim hof aðferðafræðinni og var þá ekki aftur snúið.Andri og Tanit hittust einmitt fyrst á ylströndinni í Nauthólsvík þar sem Tanit varð strax fyrir miklum innblæstri af Andra og þróaðist samband þeirra hægt og rólega úr því að vera miklir vinir út í rómantískt samband og reka þau nú saman heilsustöðina Andri Iceland, eru gift og eiga eina stelpu en átti Andri tvær stelpur úr fyrra sambandi.Í þættinum ræddum við meðal annars um streitu og þeirra hugmyndafræði við að losa um hana, hvernig Tanit benti Andra á tækifærið sem hann var með í höndunum, heilsuna, rómantíkina, ávana og margt fleira ásamt því að heyra skemmtilegar sögur úr þeirra sambandstíð þar á meðal einstaka hæfileika Andra þegar það kemur að viðrekstri.Þátturinn er í boði:Bestseller.is - https://bestseller.is/Dominos - https://www.dominos.is/Smitten - https://smittendating.com/Augað - https://www.augad.is/