Betri helmingurinn með Ása

Betri helmingurinn með Ása

Þingkflokksformaður Pírata og stjórnmálakonan Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mætti til mín í áhugavert og virkilega skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi Rafal Orpel.Þórhildur gekk í lið með Pírötum árið 2016 en var þó hikandi hvort pólitík væri raunverulega fyrir hana og tók sinn tíma í að hugsa sig um, hún ákvað þó að láta til leiðast og hefur hún setið inná þingi allar götur síðan eða í um sjö ár og er nú tekin við þingflokksformensku.Rafal er menntaður arkitekt en starfar þessa dagana hjá Controlant þar sem hann vinnur við að gæta lyfja. Rafal kemur frá Póllandi en fluttist til Íslands fyrir rúmum fimm árum síðan og má segja að hann sé vægast sagt ánægður með þá ákvörðun.Þórhildur og Rafal kynntust á dansgólfinu á Paloma en var Þórhildur þá að flýja samræður um Noreg og var hún ein á dansgólfinu þegar augu þeirra mættust og hafa þau verið saman allar götur síðan og eru í dag gift með einn tveggja ára dreng.Í þættinum ræddum við meðal annars um hvernig það er að vinna á alþingi, hvernig það er að díla við neikvæða gagnrýni sem oft á tíðum er allt annað en málefnaleg, menningarmun, ákvörðunina um að flytjast til Íslands, fjölskyldulífið, rómantíkina og margt fleira ásamt því að fá að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar Rafal svaf næstum frá sér surprise afmælisveislu.Þátturinn er í boði:Bestseller.is - https://bestseller.is/Dominos  -  https://www.dominos.is/Smitten  - https://smittendating.com/Augað - https://www.augad.is/

#97 - Þórhildur Sunna & RafalHlustað

01. mar 2023