Betri helmingurinn með Ása

Betri helmingurinn með Ása

Í þessum þætti átti ég stórskemmtilegt spjall við Dagnýju Brynjarsdóttur, landsliðskonu í fótbolta og eiginmann hennar og betri helming, Ómar Pál Sigurbjartsson. Dagný hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu í fótbolta síðan 2010 og á heldur betur glæstan feril að baki sem við fórum yfir í þættinum en í dag er hún búsett í London ásamt Ómari og Brynjari Atla syni þeirra þar sem hún spilar með West ham United. Ómar er rafvirki og rafiðnfræðingur að mennt og starfar hjá verkfræðistofunni Eflu í fjarvinnu. Dagný og Ómar ólust upp á svipuðum slóðum á Suðurlandi,  Dagný á Hellu og Ómar í Þykkvabæ en kynntust þau fyrir alvöru þegar Ómar færðist yfir í skólann á Hellu í 7. bekk. Þau segja frá því í þættinum að það hafi þó verið mikill kostur að Ómar hafi ekki verið í skólanum frá upphafi þar sem Dagný hafði verið búin að “friend zone-a”  svo gott sem alla strákana í bænum enda æfði hún með þeim fótbolta og voru þeir miklir vinir hennar.   Ómar tók síðan af skarið í níunda bekk og bauð Dagnýju á deitballið og fóru þau í kjölfarið á því að stinga saman nefjum en Dagný gerði Ómari þó heldur betur ljóst að ef þau ætluðu að vera kærustupar að þá yrði fótboltinn númer eitt hjá henni en hafa þau verið saman síðan 2007, þar af sex og hálft ár í fjarsambandi. Í þættinum ræddum við meðal annars atvinnumennskuna og kvennaboltann,  sveitabrúðkaupið í Þykkvabæ, mikið keppnisskap þeirra beggja, sigurvímuna í Flórída sem varð að barni og deildu þau með mér mörgum frábærum sögum úr þeirra sambandstíð, þar á meðal óhefðbundnar leiðir Ómars við að heilla Dagnýju í upphafi. Njótið vel!Aha.is -  https://aha.isBlush.is -     https://blush.is/Bagel 'n' Co -   https://https://www.bagelnco.is/

#39 - Dagný Brynjars & Ómar PállHlustað

12. jan 2022