Betri helmingurinn með Ása

Betri helmingurinn með Ása

Þáttur vikunnar er stórskemmtilegur þó ég segi sjálfur frá en fékk ég til mín listahjónin Friðrik Friðriksson og Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur sem bæði hafa getið sér gott orð sem leikarar & leikstjórar.Friðrik hefur komið víða við innan leiklistargeirans en var hann lengi fastráðinn við Þjóðleikhúsið, þar sem hann lék bæði og leikstýrði. Árið 2016 tók hann svo stöðu framkvæmdastjóra Trjarnarbíós en er hann nú nýfarinn að sinna framkvæmdastjórn fyrir Sviðslistarmiðstöð Íslands.Álfrún kemur úr mikilli leikhúsfjölskyldu og var hún aðeins níu ára þegar hún steig fyrst á svið í þjóðleikhúsinu, lék í bíómyndum og talsetti hún til að mynda Nölu í Lion King á sínum tíma. Í dag er hún sjálfstætt starfandi leikkona og leikstýrði hún sinni fyrstu bíómynd fyrir skemmstu og eru spennandi tímar framundan hjá henni.Það kemur kannski fæstum á óvart að Friðrik og Álfrún kynntust einmitt í leikhúsinu en urðu þau strax góðir vinir. Samband þeirra þróaðist síðan hægt og rólega í ástarsamband og eru þau í dag gift og eiga tvær stelpur.Í þættinum ræddum við meðal annars um leikhúslífið og hvernig það var að sameina vinnu og fjölskyldu, hvar og hvenær áhuginn á leiklistinni kviknaði, fjölskyldulífið, rómantíkina og margt fleira ásamt því að heyra skemmtilegar sögur úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar Álfrún brá sér í gervi Elvis í fertugsafmæli Friðriks.Þátturinn er í boði:Bestseller.is - https://bestseller.is/Dominos  -  https://www.dominos.is/Smitten  - https://smittendating.com/

#92 - Friðrik & ÁlfrúnHlustað

25. jan 2023