Gleðilega hátíð kæru hlustendur. Mig langar að byrja á því að benda á að þáttur dagsins er á ensku en í þetta skiptið átti ég eitt áhugaverðasta spjall frá upphafi við Guðmund Felix Grétarsson og hans betri helming Sylwiu Nowakowska.Guðmundur hefur vakið mikla athygli undanfarin ár vegna aðgerðar sem hann gekkst undir og ekki síður fyrir sitt einstaklega jákvæða hugarfar, en sem ungur maður lenti hann í slysi sem varð til þess að hann missti báðar hendur við axlir. Árið 2021 fór hann í víðfræga aðgerð þar sem græddar voru á hann hendur og er í dag í endurhæfingu og er árangurinn hreint út sagt magnaður.Sylwia er pólsk en fluttist ung til Frakklands en 18 ára gömul flutti hún þangað sem au-pair en starfar í dag sem Yoga kennari og er hennar viðhorf til lífsins ekki síður áhugavert.Guðmundur og Sylwia kynntust í Frakklandi þar sem þau voru bæði mætt á samkomu sem haldin var fyrir enskumælandi fólk í Frakklandi og heilluðust þau strax að hvert öðru en voru hlutirnir fljótir að vinda uppá sig í kjölfarið og eru þau í dag gift með þrjá hunda en á Guðmundur tvær uppkomnar dætur úr fyrra sambandi.Í þættinum ræddum við lífið í Lyon í Frakklandi þar sem þau búa, hvernig það var að læra að sætta sig við þann veruleika að hafa misst báðar hendurnar, hvar hugmyndin um aðgerðina kviknaði og ótrúlega ákveðni Guðmundar í að láta hana verða að veruleika, lífið þeirra saman fyrir og eftir aðgerð, Yoga og margt fleira, ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð, þar á meðal þegar Guðmundi klæjaði heiftarlega í nefið og skemmtileg viðbrögð fólks við því hvernig hann klóraði sér.Þátturinn er í boði:Gott gisk - https://www.gottgisk.is/Bestseller.is - https://bestseller.is/Dominos - https://www.dominos.is/Smitten - https://smittendating.com/