Betri helmingurinn með Ása

Betri helmingurinn með Ása

Fótboltagoðsögnin og þjálfari Víkinga Arnar Gunnlaugsson mætti til mín í einlægt og virkilegs skemmtilegt spjall ásamt sýnum betir helming, Maríu Builien Jónsdóttur.Arnar hefur verið áberandi í boltanum frá því hann var aðeins 16 ára gamall og spilaði þá með uppeldis-klúbbnum ÍA. Þremur árum síðar var hann kominn út í atvinnumennsku þar sem hann fékk samning við Feyenoord í Hollandi en kom hann víða við sem atvinnumaður og spilaði meðal annars í ensku úrvalsdeildinni með liðum á borð við Bolton og Leicester. Í dag þjálfar hann Víking en unnu þeir deildina í fyrsta sinn í 30 ár undir hans stjórn og gerðu sér lítið fyrir og unnu líka bikarinn sama tímabil.María er menntuð sem líffræðingur og tölvunarfræðingur en vinnur hún nú hjá Arion banka við Business intelligence eða “data engenearing.”Arnar og María kynntust fyrst árið 2009 á pókerklúbbnum “Casa” þar sem María vann sem díler og leist Arnari strax vel á hana. Arnar tók þó góð tíu ár í að manna sig almennilega upp í að reyna við hana en var það ekki fyrr en í LA tíu árum síðar að þau fóru að stinga saman nefjum og hafa þau verið saman allar götur síðan og eiga saman í dag eina dóttur.Í þættinum fórum við um víðann völl en ræddum við meðal annars um fótboltalífið bæði sem leikmaður og þjálfari, bakgrunn Maríu,  sameiningu fjölskyldunnar, ferðalög ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar María prjónaði aðeins yfir sig örlagaríkt kvöld í LA.Bagel 'n' Co -   https://https://www.bagelnco.is/Dominos  -  https://www.dominos.is/Promennt  -  https://www.promennt.is/isBrynjuís - https://brynjuis.is/Augað - https://www.augad.is/

#71 - Arnar Gunnlaugs & María BuilienHlustað

31. ágú 2022