Betri helmingurinn með Ása

Betri helmingurinn með Ása

Körfuboltaparið Helena Sverrisdóttir og Finnur Atli Magnússon kíktu við hjá mér í virkilega áhugavert og skemmtilegt spjall fyrir skemmstu.Helena er ein okkar allra fremsta körfuboltakona fyrr og síðar en hefur hún spilað mikilvæga rullu hjá sínum félagsliðum sem og með landsliðinu. Hún er ein fárra íslenskra kvenna sem farið hefur út í atvinnumennsku í körfubolta og spilaði hún meðal annars í Slóvakíu, Ungverjalandi og Póllandi. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna á ferlinum og margsinnis verið kosin leikmaður ársins hér heima fyrir. Í dag spilar Helena með uppeldisklúbbnum Haukum ásamt því að kenna samfélagsfræði í Áslandsskóla í Hafnarfirði.Finnur á ekki síður glæstan körfubolta feril að baki en lagði hann skóna á hilluna eftir síðasta tímabil, þá búinn að spila körfu í meistaraflokki í 20 ár og á sínum ferli verið reglulegur leikmaður landsliðsins. Í dag vinnur Finnur sem sjúkraþjálfari á öldrunarheimilinu Sóltúni.Finnur og Helena höfðu vitað að hvort öðru um þó nokkurt skeið áður en þau fóru að slá sér saman enda körfubolta heimurinn lítill og þau bæði nokkuð áberandi í boltanum. Það var þó ekki fyrr en systir Helenu auglýsti að Helenu bráðvantaði followers á snapchat að Finnur ákvað að stökkva á tækifærið og síðan var ekki aftur snúið.Í þættinum ræddum við meðal annars um körfuboltalífið og hvar áhuginn kviknaði, atvinnumennskuna úti og menningarmun, rómantíkina, brúðkaupið ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð, þar á meðal þegar allt liðið tók á móti þeim þegar þau komu heim af fyrsta deitinu sínu.Reykjavíkurblóm - https://flowers.is/Dominos  -  https://www.dominos.is/Smitten  - https://smittendating.com/Brynjuís - https://brynjuis.is/Augað - https://www.augad.is/

#76 - Helena Sverris & Finnur AtliHlustað

05. okt 2022