Vörumerkjastjórinn, bloggarinn og áhrifavaldurinn Erna Hrund Hermannsdóttir kíkti til mín í virkilega einlægt og skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi hlauparanum og píparanum Jóni Kristófer Sturlusyni.Erna Hrund er þessa stundina vörumerkjastjóri Snyrti og sérvara hjá Danól, dóttur fyrirtæki ölgerðarinnar, en er hún einmitt menntuð í markaðsmálum og förðunarfræði og á því þessi staða einstaklega vel við hana. Erna hefur í gegnum tíðina verið áberandi í íslensku samfélagi og er hún ófeimin við að opna sig um allskyns persónuleg málefni en var hún einmitt einn bloggara trendnet, þar sem hún talaði bæði mikið um tísku og persónulegar upplifanir af ýmsu tagi.Jón eða Jonni eins og hann er alltaf kallaður er í dag einn okkar fremsti langhlaupari en átti hann til að mynda þriðja besta tímann í Reykjavíkurmaraþoninu nú á dögunum og stefnir hann hátt í hlaupa heiminum. Ásamt því að hlaupa er hann að klára píparann en vinnur hann samhliða náminu í pípulögnum.Erna og Jonni sáust fyrst á göngum ölgerðarinnar en voru þau einmitt bæði að vinna þar um tíma. Ernu fannst hann heillandi og vildi svo til að þau mötsuðu einmitt á Tinder. Hlutirnir fóru þó hægt af stað hjá þeim og var í raun ekki fyrr en á jólahlaðborði töluvert seinna að hjólin fóru að snúast hjá þeim og hafa þau hvorug litið um öxl síðan og eiga í dag saman eina stelpu en átti Erna tvo stráka úr fyrra sambandi.Í þættinum ræddum við meðal annars um Bloggheiminn og ákvörðunina um að hætta reglulegum skrifum þar, samsetningu fjölskyldunar og hvernig það var fyrir Jonna að koma inn í stjúpföður hlutverkið, hlaupin, sambandi, rómantíkina og margt fleira ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar Erna klaufaðist hressilega í byrjun deit tímabilsins.Þátturinn er í boði:Góu - http://www.goa.is/RÓ-CBD - https://www.rocbd.is/Leiklistar Akademían - https://www.sportabler.com/shop/tonlistarfelagarbaejarSmitten - https://smittendating.com/