Betri helmingurinn með Ása

Betri helmingurinn með Ása

Í þessum þætti átti ég virkilega áhugavert, fróðlegt & skemmtilegt spjall við Inga Torfa Sverrisson og hans betri helming, Lindu Rakel Jónsdóttur.Ingi Torfi og Linda reka saman fyrirtækið ITS macros sem hefur hjálpað þúsunudum íslendinga að taka til í mataræðinu og bæta heilsuna á undanförum árum með macros hugmyndafræðinni sem þau kenna á námskeiðum sínum.  Fyrirtækið hefur heldur betur sprungið út hjá þeim síðan það hóf göngu sína en var það til að byrja með einungis lítið gæluverkefni Inga Torfa sem hann fór af stað með í upphafi árs 2020 en hafði hann þá starfað sem fasteignasali á sama vinnustað í 16 ár og viðurkennir hann að hafa ekki verið mikið fyrir að taka áhættur í gegnum tíðina þegar það kom að því að segja upp vinnunni og demba sér alfarið í næringarþjálfunina.Á þem tímapunkti kom Linda sterk inn en hún hvatti Inga til dáða og hafði fulla trú á því að þetta gæti orðið eitthvað stærra og meira.  Það kom á daginn -  þetta var að virka, viðskiptavinirnir héldu áfram að rigna inn og fljótlega sagði hún einnig upp sínu starfi í Arion Banka. Í dag eru þau með átta starfsmenn í vinnu, hafa gefið út bók, eru í samstarfi með mörgum veitingastöðum og fyrirtækjum og er margt spennandi á döfinni hjá þeim. Í þættinum fórum við um víðan völl og ræddum meðal annars mikilvægi þess að finna sér ástríðu í lífinu, foreldrahlutverkið og góð samskipti, upphafið á macros lífstílnum og allt þar á milli, crossfit, sumarbústaðarævintýri og sögðu þau mér geggjaðar sögur úr þeirra sambandstíð þar á meðal frá óförum Inga Torfa og rjómasósu-commenti pabba Lindu í fyrsta matarboðinu. Þessi þáttur er í boðiLaugar SpaAha.is -  https://aha.isBlush.is -     https://blush.is/Bagel 'n' Co -   https://https://www.bagelnco.is/

#43 - Ingi Torfi & Linda RakelHlustað

09. feb 2022