Útvarpslegendið og plötusnúðurinn Heiðar Austmann mætti til mín í virkilega skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi bókaranum og naglafræðingnum Kolfinnu Guðlaugsdóttur.Heiðar ættu flestir að þekkja en hefur rödd hans hljómað í útvörpum landsmanna frá árinu 1998, hvorki meira né minna, en tók hann þá sína fyrstu vakt á FM957 en vann hann þar í heil 18 ár og var hann meðal annars um tíma dagskrárstjóri stöðvarinnar. Í dag hefur hann þó fært sig um set en starfar hann nú á útvarpsstöðinni K100.Kolfinna er naglafræðingur að mennt og vann hún sem slíkur í dágóðan tíma áður en mamma hennar náði að snara henni yfir í fjölskyldu businessinn en rekur hún einmitt bókarastofu.Heiðar og Kolfinna kynntust fyrst þegar Heiðar ákvað að senda henni skilaboð á Facebook og spurði hana hvort hann mætti bæta henni við sem vini. Hlutirnir fóru þó hægt af stað og kólnuðu samskipti þeirra um tíma þegar Heiðar ætlaði að prófa ákveðna taktík, hann gafst þó upp á henni og sendi henni aftur skilaboð og hafa þau verið saman síðan þá, eru í dag gift og eiga saman einn strák en átti Heiðar tvær stelpur og Kolfinna eina úr fyrri samböndum.Í þættinum ræddum við meðal annars langan og skemmtilegan útvarpsferil Heiðars, samsetningu fjölskyldunar, brúðkaupið, bónorðið, rómantíkina og margt fleira, ásamt því að fá að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð, þar á meðal þegar Kolfinna varð svöng og þreytt á brúðkaupsnóttinni.Þátturinn er í boði:Góu - http://www.goa.is/RÓ-CBD - https://www.rocbd.is/Leiklistar Akademían - https://www.sportabler.com/shop/tonlistarfelagarbaejarSmitten - https://smittendating.com/