Betri helmingurinn með Ása

Betri helmingurinn með Ása

Söng og leikkonan Margrét Eir Hönnudóttir og hennar betri helmingur, tónlistarmaðurinn Jökull Jörgensen eru gestir vikunnar í Betri helmingnum.Margrét Eir ætti að vera flestum kunnug fyrir sína einstaklega fallegu söngrödd og hefur Margrét komið víða við í tónlistinni og sungið við hin ýmsu tilefni í áraraðir. Margrét er mikið jólabarn og er því ekki að undra að það ber mikið á henni á þeim tíma árs og hefur hún spilað lykilhlutverk í Frostrósum. Margrét hefur einnig verið áberandi á leikferli sínum og ætti ekki að koma á óvart að hún sé eftirsótt leikkona í söngleikjum, og er hún þessa dagana að æfa sýninguna Chicago sem sýnd verður í Leikfélagi Akureyrar nú í vetur.Jökull hefur líka komið víða við í tónlistinni og hefur leikið á bassa með mörgum af helstu tónlistarmönnum landsins. Saman eru þau svo í hljómsveitinni Thin Jim and the Castaways sem átti lag sem tilnefnt var til íslensku tónlistarverðlaunanna á síðasta ári.Margrét og Jökull sáust fyrst á tónleikum hjá Fabúlu á Rósenberg þar sem Jökull var að leika á bassan og augu þeirra mættust þvert í gegnum salinn. Margrét var skeptísk á hann í fyrstu, þar sem henni fannst hann full náin henni Fabúlu. Hún lét þó ekki deigan síga, sendi honum skilaboð á Myspace and the rest is history og eru þau í dag hamingjusamlega gift og spennandi tímar framundan.Í þættinum ræddum við tónlistarlífið, drauminn sem varð að veruleika í Nashville, ferðalög, sameiningu fjölskyldunar ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar Jökull kom Margréti í nánast sjálfheldu á Esjunni.Bagel 'n' Co -   https://https://www.bagelnco.is/Dominos  -  https://www.dominos.is/Smitten  - https://smittendating.com/Brynjuís - https://brynjuis.is/Augað - https://www.augad.is/

#73 - Margrét Eir & JökullHlustað

14. sep 2022