Betri helmingurinn með Ása

Betri helmingurinn með Ása

Íþróttafrétta og Dagskrárgerðarkonan Helga Margrét Höskuldsdóttir mætti til mín ásamt sínum betri helmingi tónlistarmanninum og trommaranum Bergi Einari Dagbjartssyni í stórskemmtilegt spjall.Helga Margrét hefur komið víða við í fjölmiðlum en allt hófst þetta á RÚV-Núll fyrir fimm árum síðan en hefur hún síðan þá tekið að sér fjölbreytt verkefni innan RÚV bæði í útvarpi og sjónvarpi. Undanfarið hefur Helga starfað innan íþróttadeildarinar og var einmitt einn umsjónarmanna umjöllunarþátta í kringum heimsmeistaramótið í fótbolta, HM stofunar.Bergur er einn af eftirsóttustu trommörum landsins en er hann meðal annars trommari hljómsveitarinnar VÖK ásamt því að tromma á tónleikum með mörgum vinsælustu flytjendum landsins.Bergur sá Helgu fyrst þegar hún var að stjórna þriggja sólarhringa útsendingu fyrir Ég á bara eitt líf og heillaðist strax af húmornum hennar og ákvað að senda henni skilaboð. Fljótlega eftir það fóru þau á sitt fyrsta stefnumót og fundu þau strax að þau ættu ansi vel saman og voru hlutirnir fljótir að gerast í kjölfarið. Í dag eiga þau saman íbúð og eru spennandi tímar framundan hjá þeim.Í þættinum ræddum við meðal annars um landsbyggðina og hvernig það var að alast upp í sveit, íþróttirnar og keppnisskapið, fjölmiðlabransann, tónlistarbransann og margt fleira ásamt því að heyra skemmtilegar sögur úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar þau fóru í ansi skrautlegt paranudd saman í Búdapest.Þátturinn er í boði:Gott gisk - https://www.gottgisk.is/Bestseller.is - https://bestseller.is/Dominos  -  https://www.dominos.is/Smitten  - https://smittendating.com/

#87 - Helga Margrét & BergurHlustað

21. des 2022